fbpx

Vitnisburðir

Hvað segja viðskiptavinir
Kapitula um þjónustuna? 

Hverjir hafa leitað til Kapitula ?

  • Forstjórar einkafyrirtækja og opinberra stofnana
  • Stjórnarformenn og stjórnarmenn
  • Eigendur sprotafyrirtækja
  • Einstaklingar á krefjandi tímamótum
  • Stjórnendateymi
  • Ráðuneytisstarfsmenn
  • Frambjóðendur
  • Meðferðaraðilar
  • Þjálfarar
  • Aðrir markþjálfar

Hver viðskiptavinur nýtur algjörs trúnaðar. Öll vinna er unnin í samræmi við siðareglur ICF (International Coaching Federation)

Vitnisburðir:

Sigríður Laufey Jónsdóttir Forstöðumaður Þjónustu-og lögfræðisviðs Creditinfo

„Í mínum huga er Svava markþjálfinn. Hún leiddi mig í gegnum ýmis verkefni á tímum sem kröfuðst erfiðra ákvarðana. Ákvarðana sem ég veit að hefðu ekki orðið þær sömu ef ég hefði ekki notið hennar leiðsagnar. Verkefni sem virtust vera óyfirstíganleg urðu allt að því auðveld. Í vinnu minni með Svövu fór ég oft út fyrir þægindarammann og leysti verkefni sem mig hefði ekki órað fyrir að ég gæti leyst. Svava er markviss og setur hlutina fram á skýran og einfaldan hátt sem gerir vinnuna auðvelda og skemmtilega. Svava hefur þá eiginleika að vera í senn ákveðin og mjúk, krefjandi og tillitsöm og þeir eiginleikar eru að mínu mati mikilvægir í fari markþjálfa. Vinnan með Svövu gerði mig að betri og hæfari einstaklingi, hæfari starfsmanni og stjórnanda en ekki síst hæfari til að vera ég sjálf og hafa dug og þor til að taka ákvarðanir út frá réttum forsendum. Verkefnin og ekki síst úrlausnirnar eru mér enn vegvísar í leik og starfi og ég veit að þeir munu visa mér veginn um ókomna framtíð.“

 

Óttar Örn Sigurbergsson Innkaupastjóri hjá Elko

„Í gegnum árin hefur mitt starf einskorðast við að leysa uppkomin vandamál og klára dagleg verkefni sem virtust oft óyfirstíganleg. Mér fannst gaman í starfinu en ég vissi að ég gæti gert betur. Ég fékk það tækifæri að hitta Svövu, í fyrstu var ég efins enda vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í. Svava fór mjög skipulega í að hjálpa mér að skilgreina mig sem einstakling sem mér fannst ekki bara fróðlegt heldur hefur það hjálpað mér við ákvarðanir í vinnu sem og heima fyrir. Svava hjálpaði mér að finna nýjar áskoranir og nota aðrar aðferðir sem ég hafði ekki áttað mig á, batnandi manni er best að lifa.

Svava var ákveðin við mig og sagði mér hlutina eins og þeir birtust fyrir henni, það voru engin vettlingatök heldur beinskeytt umræða en þó alltaf á ljúfum nótum.  Einstakar áskoranir og verkefni sem komu upp í þjálfuninni voru allt í einu einföldustu hlutir í heimi að leysa. Hennar þjálfun og aðferðarfræði hjálpaði mér að skipuleggja mig, bætti samskipti mín við yfirmann og starfsmenn sem og að ég fékk betri sýn á hvernig ég gat sjálfur breytt hegðun og framkomu til hins betra. Í lok þjálfunar áttaði ég mig ennfremur á því að ég var kominn með skilgreinda framtíðarsýn sem og kröfu frá sjálfum mér að fylgja henni, fyrirbyggja vandamálin.

Í erfiðum vinnuvikum þá léttu fundirnir okkar lundina alveg ótrúlega mikið, sem mér hefði ekki órað fyrir í byrjun.

Ég mæli með Svövu sem markþjálfa og ekki bara fyrir þá sem halda sig þurfa þess, líka fyrir þá sem halda þeir þurfi þess ekki.“

 

Löggiltur endurskoðandi með áratuga stjórnunarreynslu (trúnaður um nafn)

Ég er búin að vinna í sjálfri mér í mörg ár.  Ekki það að ég eigi við einhver „alvöru“ vandamál að stríða heldur bara svona almenn mál.  Vinn alltof mikið, er alltaf að „herða mig“, set ekki öðrum mörk, forðast að láta mínar þarfir njóta forgangs, er föst í ákveðnu hlutverki innan fjölskyldu, vinnustaðar og vinahóps og svo má lengi telja.  Nóg til þess að ég vil breytast og fá meiri lífsgæði og gleði í líf mitt.  Í gegnum árin hef verið dugleg að nýta mér handleiðslu og vera í alls konar sjálfsvinnu.  Vissulega hef ég náð árangri en mér fannst ég samt aldrei ná í alvöru að byrja nýtt líf með nýjum gildum.  

Síðan hitti ég Svövu og þá fyrst fóru stórir hlutir að gerast.   Svava er næm á hvaða punkta þarf að ýta við, spyr krefjandi spurninga, fylgir málum stöðugt eftir og gefur ekkert eftir í að fá mann til að kafa dýpra í leit að rót vandans.  Svo er hún með góðan húmor sem mér finnst mikill kostur þegar verið er að vinna með krefjandi mál. 

Ég er í perónulegri stefnumótun  (e.live coaching) hjá Svövu.  En lífið er samspil persónulegs lífs og vinnulífs og þar kemur Svava svo ofboðslega sterk inn.  Reynsla hennar í viðskiptalífinu ásamt miklu tilfinningalegu innsæi gerir það að verkum að árangurinn verður svo mikill.   Það er ekki nóg að vera hjá almennum handleiðara sem segir manni að minnka vinnuna ef viðkomandi skilur ekki umhverfið sem maður er í og getur ekki hjálpað manni til að sjá leiðir til að ná markmiðinu.    

 Ferðalag mitt er rétt að hefjast og ég hlakka til að komast að því hvert það á eftir að leiða mig.  Hvort sem það verður karríer á nýjum vettvangi eða hvað, þá veit ég að Svava á eftir að hjálpa mér að finna fallegan stað til að dvelja á.   

 Ég mæli eindregið með Svövu sem markþjálfa. “ 

 

Arngrímur Stefánsson, deildarstjóri hagdeildar hjá Air Atlanta

Persónuleg stefnumótun:

„Ég setti mig í samband við Kapítula þegar ég var staddur á ákveðnum tímamótum í lífi mínu.  Á örfáum vikum tókst mér í samvinnu við Svövu að setja mér markmið og gildi sem auðvelt hefur reynst að fylgja eftir.  Fundir mínir með Svövu voru afar ánægjulegir og hjálpuðu mér að bera kennsl á þær breytingar sem ég vildi gera.  Svava er þeim eiginleikum gædd að hún er allt í senn hlý, ákveðin og  metnaðarfull og ég fann strax að það skipti Svövu máli að ég næði þeim markmiðum sem ég hafði sett mér í upphafi.  Í stuttu máli hefur Svava umbreytt lífi  mínu og ég er henni afar þakklátur fyrir.“

Leiðtogaþjálfun:
„Ég skráði mig í leiðtogaþjálfun hjá Kapítula með það fyrir augum að skerpa hæfileika mína sem stjórnandi í nýju starfi.  Markmið mitt var fyrst og fremst að auka dýpt mína og skilning á þeim áskorunum sem fylgja slíkum breytingum.  Þá er ég einnig þeirrar skoðunar að ef stoðirnar eru styrkar þá mun liðsheildin njóta góðs af.  Fundir okkar voru ánægjulegir og lifandi og sú aðferðarfræði sem hún hefur þróað er afar árangursrík. Svava hefur ákaflega góða nærveru og er góður hlustandi.   Hún er fljót að átta sig á aðstæðum og leggur gagnlegar hugmyndir á borðið eða kemur með spurningar til hugleiðingar.  Árangurinn af vikulegum fundum okkar var afar góður og óhætt er að segja að leiðtogaþjálfunin hjá Kapítula hefur gert mig að hæfari einstaklingi og eflt mig sem stjórnanda.“

 

Ráðuneytisstarfsmaður, (trúnaður um nafn)

„Undirritaður er búinn að vera í markþjálfun hjá Svövu Bjarnadóttur í rúmt ár. Hún hefur mikla menntun og langa reynslu að baki á þessu sviði sem birtast í faglegum og þróuðum vinnubrögðum. Það er líka mikill kostur að hún hafði áður starfað í viðskiptalífinu í langan tíma og getur vitnað í þá reynslu  við þjálfunina.

Svava hefur sveigjanlega og praktíska nálgun og getur greinilega aðlagað aðferðirnar sem hún notar að þörfum einstaklingsins sem er hjá henni og fyrir vikið verður þjálfunin hennar mun markvissari. Hún er greinilega mjög næm á persónuleika einstaklingsins og hjálpar þeim að uppgötva leynda hæfileka sem þeir hafa ekki gert sér almennilega grein fyrir og þróa þá frekar.

Hún hefur líka þann einstaka hæfileika að geta stýrt fólki með þeim hætti að það nánast taki ekki eftir því hvað er um að vera. Svava sameinar gæsku og festu.  Hægt og rólega ýtir hún manni út fyrir þægindarammann án þess að maður geri sér fulla grein fyrir því hvert hún er að fara og fær mann til að takast á við eigin veikleika sem er ekki alltaf mjög auðvelt. Samhliða hjálpar hún manni að þróa eigin hæfileika og nota betur eigin styrkleika.

Mikilvægur þáttur í þjálfuninni er að læra að greina félagslega vinnuumhverfið betur, hjálpa manni við að átta sig á óformlegu samskiptamynstri og tengslaneti á vinnustað og hvernig er best að umgangast erfiða einstaklinga.“

 

Kristinn Skúlason,  Rekstrarstjóri Krónuverslanna hjá Festi.

„Leiðtogaþjálfun hjá Svövu Bjárnadóttur hjá Kapitula hefur verið mjög jákvæð reynsla.  Hún hefur gert mig að svo miklu betri persónu og stjórnanda.  Að vinna með manneskju með svona mikla reynslu veldur því að breytingarnar gerast hratt og örugglega. Oft á tíðum var ég ekki að fylgjast nógu vel með heildar myndinni.  Var að drukkna í litlu hlutunum í stað þess að vinna daglega í þeim verkefnum sem mestu máli skipta.  Ég lærði að maður má ekki gleyma sjálfum sér í öllu amstrinu og upplifði hversu dýrmætt það er að bygga sig upp sem sterkan leiðtoga með því að skilgreina sín eigin lífsgildi, skilgreina minn eigin leiðtogastíl og vinna út frá eigin stjórnborði.  Með þessu næ ég markmiðum mínum hraðar bæði í starfi og leik. 

Ég hef tileinkað mér hugtak sem er mikilvægt að hafa á bak við eyrað „meira vinnur vit en strit“   „work smarter… not harder“.

© 2018 | Kapituli ehf. | Síðumúla 14, 108 Reykjavík  | 698 9989