fbpx

Það er svo margt í mörgu, sagði sérfræðingur“ fyrir margt löngu.

Að finna það fyndna á súrum tímum er kúnst og getur verið nokkuð snúið svo að það sé „samfélagslega“ samþykkt.  Annar „sérfræðingur“ sagði að einstaklingar með afburðar góðan húmor hefðu til að bera afar háa greindarvísitölu, þá einna helst greind sem kallast tilfinningagreind. Skoðum þetta betur. Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur komandi úr „bíta á jaxlinn, þetta reddast“ samfélaginu Íslandi.

Hláturinn lengir lífið, og gráturinn enn meir. Það að gráta úr hlátri eða af sorg/vonleysi er náttúrlegt viðbragð til að losa um spennu. Hlægjum og grátum eins og við lifandi getum.  Losum, losum og losum…  líkama og sál við umfram spennu og það er ekkert að skammast sín fyrir.

Hlátur og grátur eru meiriháttar vírusvörn sem kostar ekkert og er ólyfseðilskyld!

Hvað er fallegra en að sjá tár, trilla niður vanga. En við viljum bara ekki að það sé okkar vangi af því við erum svo hrikalega töff!

Nú er konunglegt kórónu tækifæri til að opna á tilfinningarnar og hafa kjark til að sýna þær.  Guð hressi Ísland sagði greindur maður og gladdi marga með hárfínum samkenndar-húmor.

En alvöru talað, „djók“. Hvað getum við gert á þessum óvissu tímum til að bæta andann?
Hér koma þrjú ráð sem virka, en aðeins ef farið er eftir þeim. Það má ekki lesa og gleyma. Lesa og geyma…  er málið.

  • Dagdraumar, hinn fullkomni dagur. Spurðu þína nánustu að þessu og auðvitað sjálfa/n þig.
    Næsta skref er að vinna að framkvæmd, dagdraumar eru dásamlega heilandi og það er gott að deila þeim með sínum nánustu og þegar að draumar tveggja eða fleiri vefjast saman í einn (með málamiðlunum auðvitað) gerast kraftaverk!
  • Nærðu hugann og sálina
    Við vitum öll að við eigum að borða hollt og taka vítmínin.  Það er enn mikilvægara að „detoxa“ sálina og hreinsa út ruslhugsanir og setja inn næringarhugsanir.
    Við þekkjum öll „garbage in garbage out“ mun betra er að nærast með „good in good out“.  Þannig löðum við að okkur það besta í öllum aðstæðum.
  • Vertu með jákvætt „smit“
    Við erum öll eitt. Nú á kórónadögum þykir gott að fá neikvæða niðurstöðu. En… við erum öll hrædd, óróleg og vitum ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þess vegna er gott að vera jákvæður smitberi. Við þekkjum öll hversu heilandi það er að vera nálægt manneskjum með góða nærveru. Þá er um að ræða manneskju með jákvætt smit.  Við getum öll tileinkað okkur að vera jákvæðir smitberar.  Til að vera jákvæður smitberi þarf eftirfarandi: Hætta að vera fórnarlamb, hætta að ásaka aðra, sjá fegurðina og húmorinn í því smáa og rata heim í hjartað þar sem öll okkar viska er.,

Góðar og konunglegar stundir
Digital knús
Svava í Kapitula

www. Kapituli.is

© 2018 | Kapituli ehf. | Síðumúla 14, 108 Reykjavík  | 698 9989