Um Kapitula
Kapituli hjálpar þér að ná markmiðum þínum hratt og örugglega
Svava Bjarnadóttir
Svava Bjarnadóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur áratuga reynslu úr Íslensku atvinnulífi. Hún starfaði lengst af sem fjármálastjóri hjá Verkfræðistofunni Mannvit en þar gegndi hún einnig stöðu mannauðsstjóra í tvö ár ásamt því að vera einn af eigendum félagsins. Svava hefur setið í fjölda stjórna í íslensku atvinnulífi og er virk sem stjórnarmaður í nokkrum félögum í dag. Hún leggur mikla áherslu á stefnumótun, vandaða stjórnarhætti og fagmennsku í öllum þáttum reksturs fyrirtækja. Í dag rekur Svava fyrirtækið Kapitula ehf. en undir merkjum þess sinnir hún leiðtogaþjálfun, stjórnendaþjálfun og þjálfun fyrir persónulega stefnumótun. Hún vinnur með einstaklingum sem eru í þjálfun á eigin vegum en hefur einnig mikla reynslu af því að taka stjórnendateymi frá meðalstórum og stórum fyrirtækjum í leiðtogaþjálfun. Svava er alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi frá ICF með yfir 2000 tíma reynslu í markþjálfun.