fbpx

Hópþjálfun / Teymisþjálfun

Hópþjálfun er miðuð að því að efla ýmis konar hópa/teymi til að hámarka árangur sinn.

Hópar/teymi geta til dæmis verið stjórnir, framkvæmdastjórnunarteymi, verkefnateymi eða teymi í nýstofnuðum sprotafyrirtækjum.

Til þess að hópar/teymi nái að nýta þann aukna kraft sem verður til þegar fleiri en einn kemur að verkinu er nauðsynlegt að fara í gegnum vinnu sem byggir upp traust, gagnkvæma virðingu, samskiptafærni og ferla, og skilgreina hlutverk hópsins/teymisins í heild sem og hlutverk hvers og eins.

Að lokinni hópþjálfun / teymisþjálfun mun eftirfarandi liggja fyrir:

  • Samstarfsyfirlýsing – skilgreining á því hvernig hópurinn ætlar sér að vinna saman.
  • Ýtarleg skilgreining á hlutverki og tilgangi hópsins.
  • Markmið, tímasett og mælanleg, til að tryggja árangur.

© 2018 | Kapituli ehf. | Síðumúla 14, 108 Reykjavík  | 698 9989