Leiðtogaþjálfun
Leiðtogaþjálfun er fyrst og fremst ætluð stjórnendum sem eru að takast á við nýjar áskoranir.
Þær geta verið nýtt starf og aukin ábyrgð, gjörbreytt vinnuumhverfi eða áskoranir í núverandi starfi.
Það er stórt skref að fara í hlutverk leiðtogans og margar áskoranir á leiðinni. Það hefur reynst mörgum einstaklingum mikill stuðningur að vinna með Svövu í klæðskerasniðinni þjálfun sem styrkir viðkomandi í að stíga inn í leiðtogahlutverkið og móta sinn eigin leiðtogastíl.
Þrátt fyrir að hver og einn sé einstakur á sinn hátt, þá byggir Svava á leiðtogaþjálfunina á „praktísku“ kerfi sem hún hefur hannað frá grunni. Það er skýrt, einfalt og árangursmiðað.
Í lok leiðtogaþjálfunarinnar fær hver og einn viðurkenningu frá Kapitula til staðfestingar á því að viðkomandi hafi fengið tilætlaða þjálfun og hafi staðist þær kröfur sem gerðar eru.
Megin kröfurnar eru eftirfarandi:
- Skrifleg yfirlýsing um persónulega leiðtogasýn með vel skilgreindum lykilþáttum sem tryggja árangur.
- Stefna og aðgerðaáætlun leiðtogans til næstu þriggja ára.
- Leiðtogamælaborð til að fylgjast með árangri og tryggja eftirfylgni.