Persónuleg stefnumótun
Persónuleg stefnumótun er fyrst og fremst ætluð einstaklingum sem eru á tímamótum í lífinu eða finnst þeir vera staðnaðir og vilja finna sér nýjan farveg í lífinu.
Í slíkum aðstæðum getur verið erfitt að gera sér grein fyrir því hverjir hinir raunverulegu möguleikar eru, að sjá hlutina skýrt og hugsa vel út fyrir boxið.
Stefnumótunarvinnan skilar miklum persónulegum vexti og oft uppgötva einstaklingar styrkleika sem þeim óraði ekki fyrir í upphafi. Markmiðið er að viðkomandi einstaklingur skilgreini vel sýna kjarnahæfni, áhugasvið og ástríður.
Að lokinni stefnumótunarvinna hefur viðkomandi:
- skilgreint lífsgildi sín,
- markað sér stefnu í lífinu og skilning á því hver hann/hún er og fyrir hvað viðkomandi stendur og
- sett markmið, tímasett og mælanleg, til að tryggja árangur.