fbpx

Stjórnendaþjálfun

Stjórnendaþjálfun er fyrst og fremst ætluð einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur eða telja sig þurfa að skerpa á ákveðnum þáttum.

Það getur reynst mörgum áskorun að stíga skrefið út úr hópnum/teyminu og taka við stjórnkeflinu.  Eða að horfast í augu við að fá slakt stjórnendamat í vinnustaðagreiningu. Það hefur reynst mörgum einstaklingum mikill stuðningur að vinna með Svövu klæðskerasniðinni þjálfun sem styrkir viðkomandi í að stíga inn í stjórnendahlutverki og móta sinn eigin stíl. Farið er yfir mismunandi aðferðir og nálganir í stjórnun og í uppbyggingu og stjórnun teyma.

Þrátt fyrir að hver og einn sé einstakur á sinn hátt, byggir Svava á stjórnendaþjálfunina á kerfi sem hún hefur hannað sjálf frá grunni og hefur gefið góða raun.

Í lok stjórnendaþjálfunarinnar fær hver og einn viðurkenningu frá Kapitula til staðfestingar á því að viðkomandi hafi fengið tilætlaða þjálfun og hafi staðist þær kröfur sem gerðar eru.

Megin kröfurnar eru eftirfarandi:

  • Skrifleg yfirlýsing um persónulega stjórnendastefnu með vel skilgreindum lykilþáttum sem tryggja árangur.
  • Stefna og aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára, skilgreind og tímasett.
  • Stjórnendamælaborð til að tryggja eftirfylgni og árangur í helstu þáttum.

© 2018 | Kapituli ehf. | Síðumúla 14, 108 Reykjavík  | 698 9989