Þjónusta
Leiðtogaþjálfun,
stjórnendaþjálfun,
persónuleg stefnumótun
& hópþjálfun
Hver ert þú ? Hvernig lífi viltu lifa í starfi og leik ?
Hvar sem þú ert í lífinu gefur fagleg markþjálfun meiri dýpt og skilning á þeim áskorunum sem þú ert að fást við. Leiðin að lausn verður mun einfaldari og með eftirfylgni og stuðningi næst oft árangur sem er umfram væntingar. Á reglulegum fundum gefst þér svigrúm til að ræða huglæg eða hlutlæg mál í fullum trúnaði til að vinna svo skipulega að því sem þú villt ná fram.
Svava Bjarnadóttir er hokin af reynslu, réttsýn og hugmyndarík. Tímar hjá henni eru krefjandi og skila árangri en húmor og léttleiki eru aldrei langt undan.
Leiðtogaþjálfun
Leiðtogaþjálfun er fyrst og fremst ætluð stjórnendum sem eru að takast á við nýjar áskoranir. Þær geta verið nýtt starf og aukin ábyrgð, gjörbreytt vinnuumhverfi eða áskoranir í núverandi starfi.
Það er stórt skref að fara í hlutverk leiðtogans og margar áskoranir á leiðinni. Það hefur reynst mörgum einstaklingum mikill stuðningur að vinna með Svövu í klæðskerasniðinni þjálfun sem styrkir viðkomandi í að stíga inn í leiðtogahlutverkið og móta sinn eigin leiðtogastíl.
Þrátt fyrir að hver og einn sé einstakur á sinn hátt, þá byggir Svava á leiðtogaþjálfunina á „praktísku“ kerfi sem hún hefur hannað frá grunni. Það er skýrt, einfalt og árangursmiðað.
Í lok leiðtogaþjálfunarinnar fær hver og einn viðurkenningu frá Kapitula til staðfestingar á því að viðkomandi hafi fengið tilætlaða þjálfun og hafi staðist þær kröfur sem gerðar eru.
Megin kröfurnar eru eftirfarandi:
- Skrifleg yfirlýsing um persónulega leiðtogasýn með vel skilgreindum lykilþáttum sem tryggja árangur.
- Stefna og aðgerðaáætlun leiðtogans til næstu þriggja ára.
- Leiðtogamælaborð til að fylgjast með árangri og tryggja eftirfylgni.
Persónuleg stefnumótun
Persónuleg stefnumótun er fyrst og fremst ætluð einstaklingum sem eru á tímamótum í lífinu eða finnst þeir vera staðnaðir og vilja finna sér nýjan farveg í lífinu. Í slíkum aðstæðum getur verið erfitt að gera sér grein fyrir því hverjir hinir raunverulegu möguleikar eru, að sjá hlutina skýrt og hugsa vel út fyrir boxið.
Stefnumótunarvinnan skilar miklum persónulegum vexti og oft uppgötva einstaklingar styrkleika sem þeim óraði ekki fyrir í upphafi. Markmiðið er að viðkomandi einstaklingur skilgreini vel sýna kjarnahæfni, áhugasvið og ástríður.
Að lokinni stefnumótunarvinna hefur viðkomandi:
- skilgreint lífsgildi sín,
- markað sér stefnu í lífinu og skilning á því hver hann/hún er og fyrir hvað viðkomandi stendur og
- sett markmið, tímasett og mælanleg, til að tryggja árangur.
Stjórnendaþjálfun
Stjórnendaþjálfun er fyrst og fremst ætluð einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur eða telja sig þurfa að skerpa á ákveðnum þáttum.
Það getur reynst mörgum áskorun að stíga skrefið út úr hópnum/teyminu og taka við stjórnkeflinu. Eða að horfast í augu við að fá slakt stjórnendamat í vinnustaðagreiningu. Það hefur reynst mörgum einstaklingum mikill stuðningur að vinna með Svövu klæðskerasniðinni þjálfun sem styrkir viðkomandi í að stíga inn í stjórnendahlutverki og móta sinn eigin stíl. Farið er yfir mismunandi aðferðir og nálganir í stjórnun og í uppbyggingu og stjórnun teyma.
Þrátt fyrir að hver og einn sé einstakur á sinn hátt, byggir Svava á stjórnendaþjálfunina á kerfi sem hún hefur hannað sjálf frá grunni og hefur gefið góða raun.
Í lok stjórnendaþjálfunarinnar fær hver og einn viðurkenningu frá Kapitula til staðfestingar á því að viðkomandi hafi fengið tilætlaða þjálfun og hafi staðist þær kröfur sem gerðar eru.
Megin kröfurnar eru eftirfarandi:
- Skrifleg yfirlýsing um persónulega stjórnendastefnu með vel skilgreindum lykilþáttum sem tryggja árangur.
- Stefna og aðgerðaáætlun til næstu þriggja ára, skilgreind og tímasett.
- Stjórnendamælaborð til að tryggja eftirfylgni og árangur í helstu þáttum.
Hópþjálfun / Teymisþjálfun
Hópþjálfun er miðuð að því að efla ýmis konar hópa/teymi til að hámarka árangur sinn. Hópar/teymi geta til dæmis verið stjórnir, framkvæmdastjórnunarteymi, verkefnateymi eða teymi í nýstofnuðum sprotafyrirtækjum.
Til þess að hópar/teymi nái að nýta þann aukna kraft sem verður til þegar fleiri en einn kemur að verkinu er nauðsynlegt að fara í gegnum vinnu sem byggir upp traust, gagnkvæma virðingu, samskiptafærni og ferla, og skilgreina hlutverk hópsins/teymisins í heild sem og hlutverk hvers og eins.
Að lokinni hópþjálfun / teymisþjálfun mun eftirfarandi liggja fyrir:
- Samstarfsyfirlýsing – skilgreining á því hvernig hópurinn ætlar sér að vinna saman.
- Ýtarleg skilgreining á hlutverki og tilgangi hópsins.
- Markmið, tímasett og mælanleg, til að tryggja árangur