fbpx

Leiðin Heim

listin að lifa lifandi og skapa
eigin framtíð

Mótarðu eigin framtíð eða bíðurðu eftir að hún komi?

Vinnustofan byggist upp á þáttum sem styrkja undirstöðu hvers og eins til að hámarka þau gæði sem lífið býður upp á

  • Unnið verður með lífsgildi hvers þátttakanda og persónulega framtíðarstefnu hans
  • TRE®: Kennd verður einstök aðferð sem er lítið þekkt hér á landi; aðferðin nefnist TRE® og hún kennir á einfaldan hátt hvernig losa má um spennu og streitu vegna áfalla eða langtímaálags í lífinu
  • Unnið verður með „self-compassion“ sem eykur sjálfsvirðingu, sjálfsvitund og jákvætt viðhorf í eigin garð og styður einnig við hæfni til að takast á við stöðugar breytingar
  • Styrkleikagreining og skilgreining á tækifærum – flestir vita mjög vel hvað þeir geta ekki en fæstir eru meðvitaðir um allan kraftinn og hæfileikana sem í þeim búa; hér er því lögð áhersla á að finna styrk hvers og eins
  • Unnið verður með aðferðafræðina „self-regulation“ en hún styrkir hæfni þína til að takast á við lífið í öllum sínum margbreytileika

 

Um okkur

Að lokinni vinnustofunni munu þátttakendur hafa

  • Skýra mynd af lífsgildum sínum og lífsstefnu
  • Grunnfærni í aðferðafræði TRE
  • Skýrari sjálfsmynd, aukna sjálfsvirðingu og öflugra sjálfsviðhorf
  • Verkfæri til að mæta lífinu í styrk en ekki ótta
Svava Bjarnadóttir

Svava Bjarnadóttir

Svava Bjarnadóttir er vottaður ACC-markþjálfi frá ICF og hefur hún haft leiðtogaþjálfun og „life coaching“ að aðalstarfi síðastliðin fjögur ár. Hún hefur jafnframt víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur starfað sem mannauðsstjóri og fjármálastjóri í rúm 15 ár. Svava er auk þess menntaður viðskiptafræðingur og ljósmyndari.​

Svava Brooks

Svava Brooks

Svava Brooks er vottaður ofbeldis- og áfallaráðgjafi og þjálfaður TRE-ráðgjafi. Svava hefur leitt sjálfshjálparhópa á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka undanfarin fjögur ár og hún skrifar um heilun og líf eftir ofbeldi á bloggsíðunni educate4change.com. Í desember síðastliðnum gaf Svava út bókina Leiðin að hjartanu, gagnvirka vinnubók sem leiðir einstaklinga sem hafa lifað af ofbeldi í gegnum 365 daga meðferð sem hjálpar þeim að læra að blómstra í lífinu. Bókin fæst á Amazon og Kindle.​

Hvar og hvenær

Síðumúli 14
13.-15. október 2017

Tímasetningar

12 – 19 laugardag
12 – 19 sunnudag

Verð

19.900,-

© 2018 | Kapituli ehf. | Síðumúla 14, 108 Reykjavík  | 698 9989