fbpx

Í hversdagsleikanum erum við svo upptekin í hinu daglega amstri. Við gefum okkur sjaldnast rými til að hugsa: „Hver er ég og fyrir hvað stend ég?“

Ég fékk hugljómun í dag sem ég vil gjarnan deila með ykkur. Við erum mörg hver svo upptekin af því hvað við viljum EKKI – í stað þess að hugsa „hvað vil ég?“ Og þegar ég lít til baka og hugsa um svörin sem ég hef fengið eru þau oftast eitthvað á þessa leið:

„Veistu … ég bara veit það ekki“.

Hver erum við í þessu lífi ef við vitum alls ekki hvað við viljum og þráum?

Þess vegna legg ég til að þú skrifir niður lista um það sem þú vilt og þráir. Það þarf enginn að sjá listann nema þú. Það sem skiptir máli er að þú gefir þér heimild til að stækka möguleikana, vaxa, elska og þrá.

Verkefni dagsins í dag er að gera „ÉG VIL“ listann.

Gangi þér vel og góða skemmtun!

Svava
Kapituli

© 2018 | Kapituli ehf. | Síðumúla 14, 108 Reykjavík  | 698 9989