fbpx

Þegar við erum meðvituð um eigin styrkleika eigum við auðveldara með að nýta þá til fulls, þróa þá og þroska enn frekar. Það er mögnuð upplifun að vinna með fólki þegar það skilgreinir sitt eigið styrkleikasvið. Þá sér fólk að hægt er að nýta styrkleikasviðið til:

  • Að öðlast meiri færni – og vaxa og þroskast út frá þeirri vitund að þú búir yfir styrk á ákveðnum sviðum
  • Að efla eigin þekkingu – vitundin kveikir forvitni þína um eigin styrkleika og skapar lærdómsþrá í kjölfarið
  • Að breyta hegðun – færri hlutir trufla eða draga úr þér þegar þú skilur betur hversu miklum styrkleika þú býrð yfir

Með þessu vex sjálfstæði þitt vegna þess að þú þarft ekki lengur að meta þig út frá áliti annarra og bíða eftir hrósi frá öðrum. Ef þú bíður eftir slíkri viðurkenningu frá öðru fólki og heiminum ertu að færa lífsgæði þín í hendur annarra í stað þess að hafa að trú á sjálfum þér og þora að vera einfaldlega þú sjálf(ur).

Eigin styrkleikar eru þín leið til að vera framúrskarandi á öllum sviðum lífsins og hafa jákvæð áhrif í leik og starfi. Fullvissan um eigin styrkleika umvefur þig jákvæðri orku og gjörbreytir lífi þínu.

Örpróf fyrir styrkleikasvið:

  • Hvað gerðirðu í síðustu viku sem þú virkilega elskaðir að gera og veitti þér innblástur?

Settu allt sem kemur upp í hugann niður á blað. Dæmi: Ég átti frábæra stund með starfsmanni eða vini þar sem ég styrkti hann í að leysa vandamál sem virtist vera óleysanlegt.

  • Skrifaðu niður  og veldu þá sem kveikja mest í þér.

Dæmi: Ég er góð í að hvetja fólk og fá það með mér, ég er góður kennari, ég er góður málamiðlari og svo framvegis.

  • Hvenær finnst þér þú búa yfir miklum styrk?
  • Hvenær ljómar þú og blómstrar?

Með því að fara í gegnum örprófið og skoða listann sem þú gerðir við síðasta blogg verður einfalt fyrir þig að skilgreina þitt styrkleikasvið.Til að vera viss um að um styrkleika sé að ræða þarf hann uppfylla eftirfarandi:

  • Hlakkarðu til þegar þú færð tækifæri til að nota styrkleikann?
  • Upplifirðu fullnægjutilfinningu eða vímutilfinningu?
  • Finnst þér auðvelt að beita þessum styrkleika?

Styrkeikarnir þínir hafa veruleg áhrif á hegðun þína og eru lykillinn að því að ná árangri, lífsfyllingu og að lifa lífinu í fullum styrk. Þetta er ofureinfalt! En hvenær á lífsleiðinni eða í skólakerfinu var þér kennt að vinna svona vinnu? Sennilega aldrei.

Er ekki kominn tími til?

Njóttu! Svava í Kapitula

www.kapituli.is

© 2018 | Kapituli ehf. | Síðumúla 14, 108 Reykjavík  | 698 9989